Mánaðarskipt færslusafn fyrir: maí 2015

Forspá um hrunið

boðberiSkrítið er til þess að hugsa að myndin hafi verið gerð fyrir hrunið 2008 þar sem iðulega er vísað til efnahagslegs ástands, skulda og fyrrum góðæris,“ segir Anna Björg Auðunsdóttir meðal annars í umsögn um kvikmyndina Boðbera frá árinu 2010. Og hún bætir við: „Þegar Páll er til að mynda heima hjá sér að horfa á fréttir tengjast þær ávallt seðlabankastjóra, leiknum af Magnúsi Jónssyni, sem er höfuðpaur spilltu djöflanna. Hann segir meðal annars við fréttamenn: „ef [krónan] styrkist ekki þarf að hækka stýrivexti“ og „við urðum að hækka vextina til að bregðast við aðstæðum“. Forsætisráðherra er svo spurður um orðin í kjölfarið og segist alltaf styðja aðgerðir seðlabankastjóra í öllu.

Manngerð atburðarás?

Halendid-175x269„Í gegnum alla bókina eru skil raunveruleika og ímyndunar óljós og undir lok sögunnar verður atburðarásin eins og manngerð, rétt eins og atburðarás hrunsins. Það spratt ekki upp úr engu heldur var það röð aðgerða og aðgerðarleysis,“ segir Bergrún Andradóttir meðal annars í umsögn sinni um Hálendið eftir Steinar Braga. Og hún bætir við: „Þegar á allt er litið tekst höfundi vel upp, frásögnin leikur sér með ímyndunarafl lesanda, sem gæti þurft hjálp við að átta sig á hvað snúi upp og hvað niður að lestri loknum.“

Matarlist smáborgarans

sandárbokinEinar Kári Jóhannsson fjallar um Sandárbókina eftir Gyrði Elíasson í nýrri færslu hér á vefnum. Verkið fjallar um listamann sem býr í sjálfskipaðri útlegð í hjólahýsahverfi fjarri is borgarinnar.  Í umsögn sinni segir Einar Kári um þennnan listamann: „Á kvöldin situr hann úti með skissubók og teiknar reykjarsúlur sem leggja frá grillum. Sjálfur kann hann ekki að grilla, sem hann kallar „göfuga matarlist smáborgarans“ (20), og finnst eins og nágrannarnir séu frá annarri plánetu. Þetta kallast á við eina af fleygustu setningum góðærisins; lýsingu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á Sjálfstæðismönnum sem vilja helst græða á daginn en grilla á kvöldin. Orðin lýsa vel tíðarandi áranna fyrir hrun þegar græðgi var dyggð.“

Reddari útrásarvíkinga

vormenn„Birgir rís til metorða úr engu, hann verður reddari úrtásarvíkinganna hvort sem þarf að „fegra bókhaldið, græða á yfirtökum og svíkja hluthafa“,“ segir Steinunn Emilsdóttir í lýsingu sinni á einni aðalpersónu skáldsögunnar Vormenn Íslands eftir Mikael Torfason, en hún kom út árið 2009. Og Steinunn bætir við: „Birgir er bæði öfga- og hrokafullur, harðduglegur og agaður. Allt eru þetta karlmennskueinkenni sem þóttu aðlaðandi í fari útrásarvíkinganna. Hann gat hins vegar ekki tekið þátt í niðurlægingu kvenna á hóruhúsum í bissnissferðum erlendis og er að sama skapi ófær um að stunda framhjáhald.“