Mánaðarskipt færslusafn fyrir: ágúst 2015

Orsök og afleiðing

krisan 2008Í nýrri færslu um bók Pauls Krugman, Krísan 2008, hrósar Arnar Jónsson höfundi fyrir að skrifa á aðgengilegan hátt um flókinn hagfræðilegan veruleika. „Léttleikinn í upphaf bókarinnar og dæmisögur til útskýringar með einföldum hætti gefa færi á breiðari lesendahóp, útskýringar hans á hvernig hlutirnir geta æxlast í hagkerfinu eru aðdáunarverðar, helst vegna þess hversu vel hann útskýrir orsakir og afleiðingar. Krugman virðist tala gegn frjálshyggju, markaðskapítalisma og spákaupmennsku og virðist tengja þetta við kreppuna og hvernig þessi atriði eiga þátt sinn í efnahagslægðum meðal annars.“

Hvað vorum við að spá?

þeirra eigin orð„Óli Björn setur bókina upp á skemmtilegan hátt og er þessi bók einstaklega auðlesin. Verkið er skemmtilegt, kómískt og er höfundur einkar lunkinn við að velja tilvitnanir og setur þær saman þannig að lesandi missir ekki þráðinn, né verði ringlaður við lesturinn,“ segir Arna Vilhjálmsdóttir í umsögn sinni um ritið Þeirra eigin orð. Fleyg orð auðmanna, stjórnmálamanna, álitsgjafa og embættismanna sem Óli Björn Kárason tók saman árið 2009. Og Arna bætir við: „Lestur þessarar bókar skilur því eftir sig vangaveltuna: Hvað vorum við að spá?“

Fyndin framtíðarsýn

straumhvorf„Þór tekst vel ætlunarverk sitt sem er að útskýra á mannamáli straumhvörfin sem urðu í íslensku viðskiptalífi á árunum 1995-2005,“ segir Andri Freyr Björnsson í umsögn sinni um Straumhvörf. Útrás íslensks viðskiptalífs og innrás erlendra fjárfesta til Íslands (2005). Andri átelur Þór engu að síður fyrir að hrósa útrásinni um of en telur það skiljanlegt í ljósi þess að bókin kom út þremur árum fyrir bankahrun, „og Þór gat því ekki vitað að allt myndi hrynja þremur árum seinna. Því er kannski frekar fyndið að lesa hana einmitt vegna þess að maður veit hvað gerist og Þór er mikið að áætla hvað gæti gerst í framtíðinni. Hann taldi t.d. að Ísland yrði eitt af ríkustu löndum í heimi árið 2010. Sú varð ekki raunin.“

Ráðaherradómur

rosabaugur„Allt í allt tel ég bókina vel heppnaða, en þó kannski ekki á þann hátt sem höfundurinn hugsaði sér,“ segir Tómas Ingi Shelton í umsögn um ritið Rosabaugur yfir Íslandi eftir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra en það rekur svokölluð Baugsmál frá árinu 2002 til 2009. Og Tómas bætir við: „Ég er ekki sammála aðfaraorðum ritsins þar sem höfundur segist vera að fara yfir sögu Baugsmálsins á gagnrýnan og hlutlægan hátt. Ritið er því ekki sagnfræðilegt en verður vafalaust mikilvægt gagn við sagnfræðilegar rannsóknir síðar þar sem að það hefur ótvírætt heimildargildi um viðhorf manns í fremstu röð.“

Frábær heimild

end of innocene„Hér er á ferð frábær heimild um fréttaflutning og ímynd Íslands í erlendum fréttamiðlum en leita verður annað til að finna heimildir um atburðina sem fréttirnar snúast um,“ segir Viðar Snær Garðarsson í mati á fræðiriti Daniels Chartier, The End of Iceland’s Innocence (2010). Í bókinni er umfjöllun erlendra fjölmiðla um íslenska bankahrunið greind. „Mín helsta gagnrýni,“ bætir Viðar Snær við, „er sú að mér finnst vanta niðurstöðukafla þar sem efni verksins og helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru dregnar saman“.

Spaugileg sýn

skuldadagar„Bókin gerir nákvæmlega það sem henni er ætlað, hún skemmtir lesandanum með spaugilegri sýn á íslensk stjórnmál,“ segir Þórdís Lilja Þórsdóttir í umsögn sinni um skopmyndabókina Skuldadaga (2009) eftir Halldór Baldursson teiknara. Og hún heldur áfram: „Höfundur færir lesandanum algerlega það sem hann býst við; ekkert meira og ekkert minna. Höfundur er ekki hlutdrægur að mínu mati en brandararnir bitna oftast á íslenskum stjórnmálamönnum og einstaka sinnum á erlendum ráðamönnum.“

Hlutdræg sýn

hrunadansBirta Sigmundsdóttir fjallar um bók Styrmis Gunnarssonar, Hrunadans og horfið fé (2010) í nýrri færslu hér vefnum en í bókinni var gerð tilraun til að taka saman meginniðurstöður Rannsóknarskýrslu Alþingis í stuttu máli. Birta segir í mati sínu á verki Styrmis: „Ef tilgangur bókarinnar er að veita heildstæða úttekt á grundvallaratriðum Skýrslunnar hefur Styrmi ekki tekist ætlunarverk sitt að mínu mati. Bókin er fremur úttekt á ákveðnum atburðum sem höfundi telur að skipti mestu máli. Lesandinn getur því ekki treyst því að fá greinargóðan og heildstæðan skilning á niðurstöðum Skýrslunnar eftir lesturinn – heldur þarf að reiða sig á frekari fróðleik til að ná tökum á grundvallaratriðum hennar.“

Falleinkunn

stjornmalstjornsysla„Greinin er skrifuð af óhlutdrægni fræðimannsins sem þó víkur sér hvergi undan því að draga fram það sem hún telur miður hafa farið í starfi starfshópsins og þar með í skipulagi hinnar opinberu stjórnsýslu sem menn í hópnum voru fulltrúar fyrir,“ segir Benedikt Sigurðsson um umsögn sinni um fræðigrein Salvarar Nordal, „Ábyrgð, stofnanir og íslensk stjórnsýsla. Lærdómur af bankahruni“ frá 2014. Og hann bætir við: „Má með sanni segja að niðurstaða sem opinberu eftirlitsstofnanirnar fá hjá höfundi sé falleinkunn. Og falleinkunn hljóti þær, vegna þess að skort hafi á siðferðisgrunn forystumanna stofnananna svo að þeir gætu gert sér fulla grein fyrir hinni miklu ábyrgð sem á þeim hvíldi við verkefnið.“

Sturlungar 21. aldar

Skirnir 2009Bendikt Sigurðsson ræðir um Skírnisgrein Guðrúnar Nordal, „Endurtekin stef um óhóf, ofsa og ágirnd“ í nýrri færslu hér á vefnum. Hann segir þar meðal annars : „Í heild er samanburður höfundar á aðstæðum á fyrrgreindu tímabili Sturlungaaldar og nútímanum á Íslandi afar frumlegur og heillandi. Svo sannarlega tók fámennur hópur völdin á Íslandi í aðdraganda bankahrunsins og svo gerðist einnig á Sturlungaöld, þó að meðulin og aðferðirnar væru ólíkar.“

Gamli góði tíminn

NyjaIsland„Guðmundur virðist þekkja þá sögu sem hann er að segja mjög vel. Það getur hann líklega þakkað bæði menntun sinni og störfum yfir ævina,“ segir Þórður Jóhannsson í umsögn sinni um bók Guðmundar Magnússonar, Nýja Ísland frá árinu 2008. Og Þórður bætir við: „Við lestur verksins fékk maður á tilfinninguna að höfundur væri frekar hlutdrægur. Hann virðist sakna tímans þegar Ísland var land jöfnuðar og bræðralags og vera illa við þá græðgi og ójöfnuð sem einkennir landið í dag.“