Mánaðarskipt færslusafn fyrir: nóvember 2015

Flugeldahagfræði Jóns

íslenska efnhagsundrið flugeldahagfræði„Sumir kaflar í bókinni líkjast blaðagreinum sem skilað var inn tveim mínútum fyrir prentun og eru satt að segja illa unnir,“ segir Heiða Vigdís Sigfúsdóttir í umfjöllun sinni um rit Jóns F. Thoroddsen, Íslenska efnahagsundrið: Flugeldahagfræði fyrir byrjendur sem út kom 2009. Og hún bætir við: „Margar staðreyndavillur eru í bókinni, t.d. er fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson, sagður Kristinsson. Á einum stað er ekkert samhengi í frásögninni og virðist sem seinni opnan sé vitlaust staðsett. Vinnubrögð sem þessi gera það að verkum að erfitt er að treysta innihaldi bókarinnar.“

Efnahagsundur eður ei

stjornmalstjornsysla„Megintilgangur höfundar er að hrekja þá skoðun að efnahagsundur hafi átt sér stað á Íslandi frá 1995. Hann bendir t.d. á að hagvaxtarþróun á tímum hins meinta efnahagsundurs var að miklu leyti byggð á skuldasöfnun,“ segir Grétar Atli Davíðsson í nýrri færslu um grein Stefáns Ólafssonar „Íslenska efnahagsundrið. Frá hagsæld til frjálshyggju og fjármálahruns” sem birtist árið 2008. Og Grétar bætir við: „Höfundur mælir á móti þeirri hetjulegu mynd sem dregin var upp af „útrásarvíkingunum” sem mátti helst ekki gagnrýna. Höfundur kýs að nota orðið „spákaupmaður” í stað „útrásarvíkings”.“

Lært af mistökum?

skirnir 2014Grétar Atli Davíðsson fjallar í nýrri færslu hér á vefnum um grein Guðrúnar Johnsen, „Bankakerfið knésett”, sem birtist í Skírni árið 2014. Hann segir þar meðal annars: „Höfundur segir mikilvægt að Íslendingar geri sér grein fyrir söluferlinu sem ríkið stóð fyrir á árunum 1998-2003 og þeim afleiðingum sem það hafði á efnahag Íslands. Íslendingar hafa ekki efni á því að sömu mistök endurtaki sig. Ákveðin krafa um lærdóm af því ferli sem hófst með sölu Landsbankans og Búnaðarbankans og endaði með hruni næstum alls íslenska bankakerfisins er sem rauður þráður í gegnum greinina.“