Mánaðarskipt færslusafn fyrir: maí 2018

Lokafrestur: Hrunið þið munið

Lokafrestur til að skila inn tillögum að
málstofum (eða stökum fyrirlestrum) fyrir málþingið í haust er í dag, 15. maí. Sjá nánar:
https://www.hi.is/frettir/kallad_eftir_tillogum_ad_malstofum_a_radstefnu_um_hrunid.
Ráðstefnunni er ætlað að miðla til almennings rannsóknum fræðmanna og nemenda innan og utan Háskóla
Íslands á aðdragana og afleiðingum af hruni íslenska bankakerfisins haustið 2008.
Ráðstefnan skoðar hrunið í víðu samhengi, m.a. þær breytingar sem hrunið hafði í för
með sér í íslensku samfélagi; lærdóma sem hægt er að draga af því; og margþætt áhrif
á stofnanir, menningu, og samfélagslega umræðu. Hvatt er til þess að fólk af ólíkum
fræðasviðum, innan og utan Háskóla Íslands, taki höndum saman við skipulagningu
málstofa. Ábyrgðaraðilar þurfa þó í öllum tilvikum að koma úr hópi starfsmanna
Háskóla Íslands.

Áhugasömum fræðimönnum og fagaðilum er boðið að senda inn 70 orða ágrip með
efnislýsingu fyrir málstofu, og titla þriggja til fjögurra 15-20 mín. erinda fyrir
málstofuna. Ágripið þarf að innihalda stutta lýsingu á viðfangsefni eða markmiði
málstofunnar og helstu niðurstöðum eða lærdómi. Ágripin verða birt á heimasíðu
ráðstefnunnar og nýtt í tengslum við kynningu á henni. Skilafrestur tillagna að
málstofum er 15. maí næstkomandi. Einnig er hvatt til að sendar séu inn tillögu að
annars konar viðburði í húsnæði á vegum Háskóla Íslands þennan dag
(pallborðsumræðum, kvikmyndasýningu, listgjörningi, o.s.frv.).
Dagskrárnefnd ráðstefnunnar fer yfir þau ágrip sem berast og velur málstofur.
Upplýsingar um samþykkt erindi verða veittar í kringum 15. júní 2018. Í
dagskrárnefnd sitja Berglind Rós Magnúsdóttir dósent, tilnefnd af
Menntavísindasviði, Jón Karl Helgason prófessor, tilnefndur af Hugvísindasviði,
Kristín Loftsdóttir prófessor, tilnefnd af Félagsvísindasviði, Magnús Diðrik
Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifsofu, tilnefndur af rektor, Ragnar
Sigurðsson prófessor, tilnefndur af Verkfræði- og náttúruvísindasviði og Rúnar
Vilhjálmsson, tilnefndur af Heilbrigðisvísindasviði.
Vinsamlegast skilið ágripum og stuttri ferilskrá þátttakenda (hámark ein bls.) með
tölvupósti á Magnús Diðrik Baldursson (mb@hi.is).

Gordon Brown nefnir ekki Icesave-deiluna

Breski forsætisráðherrann Gordon Brown var Icesave deilan við Breta og Hollendinga holdi klædd. Í fyrra gaf hann út minningar sínar frá þeim tíma og undarlegt nokk virðist deilan sú hafa verið honum víðs fjarri við skrifin. Hér er nýleg umfjöllun um My Life, Our Times úr Financial Times: https://www.ft.com/content/6dcec1a8-c3e8-11e7-a1d2-6786f39ef675

(Kápumyndin er fengin af heimasíðu Penguin Books)