Mánaðarskipt færslusafn fyrir: maí 2018

Ráðstefna 6. október

Laugardaginn 6. október næstkomandi stendur Háskóli Íslands fyrir ráðstefnunni Hrunið, þið munið. Ráðstefnunni er ætlað að miðla til almennings rannsóknum fræðmanna og nemenda innan og utan Háskóla Íslands á aðdragana og afleiðingum af hruni íslenska bankakerfisins haustið 2008. Fjallað verður meðal annars um þær breytingar sem hrunið hafði í för með sér í íslensku samfélagi, lærdóma sem hægt er að draga af því, og margþætt áhrif á stofnanir, menningu, og samfélagslega umræðu. Dagskrá ráðstefnunnar verður birt hér á vefnum um mitt sumar.

Gordon Brown nefnir ekki Icesave-deiluna

Breski forsætisráðherrann Gordon Brown var Icesave deilan við Breta og Hollendinga holdi klædd. Í fyrra gaf hann út minningar sínar frá þeim tíma og undarlegt nokk virðist deilan sú hafa verið honum víðs fjarri við skrifin. Hér er nýleg umfjöllun um My Life, Our Times úr Financial Times: https://www.ft.com/content/6dcec1a8-c3e8-11e7-a1d2-6786f39ef675

(Kápumyndin er fengin af heimasíðu Penguin Books)