Greinasafn fyrir flokkinn: Leikrit

Jakkaföt eða djöflahamur

ufsagrylur„Tvífari Veigars Mar minnir okkur á að láta ekki hefndarfýsnina blinda okkur,“ segir Einar Kári Jóhannsson í umsögn sinni um leikritið Ufsagrýlur eftir Sjón sem sett var af svið af LabLoka í Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 2010. Og Einar bætir við: „Við megum ekki líta fram hjá okkar ábyrgð á málum né gleyma manneskjunni undir yfirborðinu, hvort sem það yfirborð eru jakkaföt eða djöflahamur. Inn við beinið eru útrásarvíkingar sömu litlu strákarnir og stelpurnar og við hin.“