Greinasafn fyrir flokkinn: Listamenn

Séríslenskt stórslys

hamskiptinBjarni G. Ólafsson skrifar í nýrri færslu um bókina Hamskiptin eftir Inga Frey Vilhjálmsson. Bjarni segir þar að bókinni sé „ætlað að vekja almenning til umhugsunar um samábyrgð sína á hruninu og fjalla síðustu kaflar hennar um ábyrgð þjóðarinnar, ýmsar kenningar um hrunið og baráttuna um söguna. Þar er fjallað um það hvernig hrunið hefur hingað til verið gert upp á opinberum vettvangi. Að mati höfundar hefur það uppgjör snúist um lagalega ábyrgð en uppgjöri hins siðferðilega hluta hrunsins hafi verið frestað. Niðurstaða höfundar er þessi: „Hrunið var manngert, pólitískt og sér­íslenskt stórslys sem ekki má endurtaka sig.““

Matarlist smáborgarans

sandárbokinEinar Kári Jóhannsson fjallar um Sandárbókina eftir Gyrði Elíasson í nýrri færslu hér á vefnum. Verkið fjallar um listamann sem býr í sjálfskipaðri útlegð í hjólahýsahverfi fjarri is borgarinnar.  Í umsögn sinni segir Einar Kári um þennnan listamann: „Á kvöldin situr hann úti með skissubók og teiknar reykjarsúlur sem leggja frá grillum. Sjálfur kann hann ekki að grilla, sem hann kallar „göfuga matarlist smáborgarans“ (20), og finnst eins og nágrannarnir séu frá annarri plánetu. Þetta kallast á við eina af fleygustu setningum góðærisins; lýsingu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á Sjálfstæðismönnum sem vilja helst græða á daginn en grilla á kvöldin. Orðin lýsa vel tíðarandi áranna fyrir hrun þegar græðgi var dyggð.“

Jakkaföt eða djöflahamur

ufsagrylur„Tvífari Veigars Mar minnir okkur á að láta ekki hefndarfýsnina blinda okkur,“ segir Einar Kári Jóhannsson í umsögn sinni um leikritið Ufsagrýlur eftir Sjón sem sett var af svið af LabLoka í Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 2010. Og Einar bætir við: „Við megum ekki líta fram hjá okkar ábyrgð á málum né gleyma manneskjunni undir yfirborðinu, hvort sem það yfirborð eru jakkaföt eða djöflahamur. Inn við beinið eru útrásarvíkingar sömu litlu strákarnir og stelpurnar og við hin.“

Á ekki afturkvæmt

mannorð„Starkaður er sannfærður um hann eigi ekki afturkvæmt í samfélagið með því að sýna iðrun og yfirbót. Það má til sanns vegar færa því dæmin hafa sýnt að öll viðleitni af hendi útrásarvíkinganna í þá átt hafa verið vegin og léttvæg fundin,“ segir Steinunn Emilsdóttir í umsögn um skáldsöguna Mannorð eftir Bjarna Bjarnason. Bókin, sem út kom árið 2011, lýsir afar óvenjulegum tilraunum íslensks útrásarvíkings til að endurheimta glatað mannorð sitt.

Útrásin í bakgrunni

vonarstraeti„Þegar upp er staðið fjallar myndin meira um breyskleika og átök manneskjunnar en um útrásina og misskiptingu auðs og valda. Þessi atriði eru fremur í bakgrunni, en þau veita henni dýpt og um leið lengra líf en ella,“ segir Sjöfn Hauksdóttir í umsögn um kvikmyndina Vonarstræti frá árinu 2014. Hún var  þriðja mynd leikstjórans Baldvins Z og sópaði til sín 14 Edduverðlaunum, þar á meðal sem besta kvikmyndin.

Máttlitlir mótmælendur

píslarvottar„Ef sögupersónur eiga að endurspegla mótmælendur á Austurvelli eru þær helst fulltrúar fyrir þær týpur sem aðeins mættu þangað til þess að sýna sig og sjá aðra,“ segir Bergrún Andradóttir í umsögn um Píslarvottar án hæfileika, skáldsögu eftir Kára Tulinius frá árinu 2010. Sagan gerist í september og nóvember 2008 og lýsir hópi ungs fólks sem á sér þann draum að stunda hryðjuverk. Þau geta þó ekki orðið sammála um nafn á hópinn og því verður lítið úr aðgerðunum sjálfum.

Spennandi hryllingur

konur„Kostir verksins eru fyrst og fremst nýstárleg frásagnaraðferð (a.m.k. á íslenskan mælikvarða). Hún gerir höfundi kleift að koma efninu rækilega til skila, hvort sem lesanda líkar betur eða verr. Þrátt fyrir óþægilegar lýsingar er sagan nefnilega svo spennandi að nánast ómögulegt er að leggja hana frá sér, “ segir Elín Þórsdóttir í umfjöllun sinni um skáldsöguna Konur eftir Steinar Braga frá árinu 2008.  En Elín finnur líka vissa galla á verkinu og segir þá helst felast „í ótrúverðugum aðstæðum á köflum en þar er mér efst í huga ofsahræðsla Evu í upphafi“.