Greinasafn fyrir flokkinn: Þingmenn

Hvað vorum við að spá?

þeirra eigin orð„Óli Björn setur bókina upp á skemmtilegan hátt og er þessi bók einstaklega auðlesin. Verkið er skemmtilegt, kómískt og er höfundur einkar lunkinn við að velja tilvitnanir og setur þær saman þannig að lesandi missir ekki þráðinn, né verði ringlaður við lesturinn,“ segir Arna Vilhjálmsdóttir í umsögn sinni um ritið Þeirra eigin orð. Fleyg orð auðmanna, stjórnmálamanna, álitsgjafa og embættismanna sem Óli Björn Kárason tók saman árið 2009. Og Arna bætir við: „Lestur þessarar bókar skilur því eftir sig vangaveltuna: Hvað vorum við að spá?“

Ráðaherradómur

rosabaugur„Allt í allt tel ég bókina vel heppnaða, en þó kannski ekki á þann hátt sem höfundurinn hugsaði sér,“ segir Tómas Ingi Shelton í umsögn um ritið Rosabaugur yfir Íslandi eftir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra en það rekur svokölluð Baugsmál frá árinu 2002 til 2009. Og Tómas bætir við: „Ég er ekki sammála aðfaraorðum ritsins þar sem höfundur segist vera að fara yfir sögu Baugsmálsins á gagnrýnan og hlutlægan hátt. Ritið er því ekki sagnfræðilegt en verður vafalaust mikilvægt gagn við sagnfræðilegar rannsóknir síðar þar sem að það hefur ótvírætt heimildargildi um viðhorf manns í fremstu röð.“

Spaugileg sýn

skuldadagar„Bókin gerir nákvæmlega það sem henni er ætlað, hún skemmtir lesandanum með spaugilegri sýn á íslensk stjórnmál,“ segir Þórdís Lilja Þórsdóttir í umsögn sinni um skopmyndabókina Skuldadaga (2009) eftir Halldór Baldursson teiknara. Og hún heldur áfram: „Höfundur færir lesandanum algerlega það sem hann býst við; ekkert meira og ekkert minna. Höfundur er ekki hlutdrægur að mínu mati en brandararnir bitna oftast á íslenskum stjórnmálamönnum og einstaka sinnum á erlendum ráðamönnum.“

Forspá um hrunið

boðberiSkrítið er til þess að hugsa að myndin hafi verið gerð fyrir hrunið 2008 þar sem iðulega er vísað til efnahagslegs ástands, skulda og fyrrum góðæris,“ segir Anna Björg Auðunsdóttir meðal annars í umsögn um kvikmyndina Boðbera frá árinu 2010. Og hún bætir við: „Þegar Páll er til að mynda heima hjá sér að horfa á fréttir tengjast þær ávallt seðlabankastjóra, leiknum af Magnúsi Jónssyni, sem er höfuðpaur spilltu djöflanna. Hann segir meðal annars við fréttamenn: „ef [krónan] styrkist ekki þarf að hækka stýrivexti“ og „við urðum að hækka vextina til að bregðast við aðstæðum“. Forsætisráðherra er svo spurður um orðin í kjölfarið og segist alltaf styðja aðgerðir seðlabankastjóra í öllu.

Úr innsta hring

utistodur„Útistöður er því greinargott rit um nýliðna atburði í innsta hring björgunarstarfanna eftir hrun,“ segir Markús Þórhallsson í mati sínu á mati sínu á Útistöðum, endurminningarbók Margrétar Tryggvadóttur fyrrum þingkonu Borgarahreyfingarinnar. Markús vekur athygli á að Margrét „fór úr því að vera hluti öskureiðs almennings yfir í að vera – á stundum – harðlega gagnrýndur þingmaður. Hún er gagnrýnin á sjálfa sig, á stjórnvöld, á félaga sína og andstæðinga í pólítík og ekki síst á það samfélag sem olli hruninu.“ Bók Margrétar kom út árið 2014.