Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Aðdáandi útrásarinnar

svörtuloft„Það skemmtilegasta við nálgun höfundar á hrunið er að Sigurður Óli er fremur hlyntur útrásinni. Það er heldur óvanalegt að sjá aðalpersónu í sögu tala vel um útrásarvíkinga án þess að hann átti sig, að minnsta kosti síðar, á villu síns vegar,“ segir Sjöfn Hauksdóttir meðal annars í umsögn um glæpasöguna Svörtuloft eftir Arnald Indríðason frá 2009. Í verkinu rannsakar Sigurður Óli, félagi Erlendar, morð á konu sem grunuð er um fjárkúgun en þarf einnig að takast á við bankamenn og handrukkara.