Frábær heimild

end of innocene„Hér er á ferð frábær heimild um fréttaflutning og ímynd Íslands í erlendum fréttamiðlum en leita verður annað til að finna heimildir um atburðina sem fréttirnar snúast um,“ segir Viðar Snær Garðarsson í mati á fræðiriti Daniels Chartier, The End of Iceland’s Innocence (2010). Í bókinni er umfjöllun erlendra fjölmiðla um íslenska bankahrunið greind. „Mín helsta gagnrýni,“ bætir Viðar Snær við, „er sú að mér finnst vanta niðurstöðukafla þar sem efni verksins og helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru dregnar saman“.