Flugeldahagfræði Jóns

íslenska efnhagsundrið flugeldahagfræði„Sumir kaflar í bókinni líkjast blaðagreinum sem skilað var inn tveim mínútum fyrir prentun og eru satt að segja illa unnir,“ segir Heiða Vigdís Sigfúsdóttir í umfjöllun sinni um rit Jóns F. Thoroddsen, Íslenska efnahagsundrið: Flugeldahagfræði fyrir byrjendur sem út kom 2009. Og hún bætir við: „Margar staðreyndavillur eru í bókinni, t.d. er fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson, sagður Kristinsson. Á einum stað er ekkert samhengi í frásögninni og virðist sem seinni opnan sé vitlaust staðsett. Vinnubrögð sem þessi gera það að verkum að erfitt er að treysta innihaldi bókarinnar.“