Hið fulkomna landslag

Ragna Sigurðardóttir. Hið fullkomna landslag. Reykjavík: Mál og menning, 2009.

Hanna snýr heim frá Amsterdam til að taka við starfi hjá listasafni borgarinnar. Það er góðæri á Íslandi og auðmenn njóta þess að gefa safninu dýrar gjafir. Ein slík er landslagsmálverk með birkitrjám eftir þekkta listakonu frá öldinni sem leið. Gallinn er sá að forvörðurinn á safninu, ráðgátan Steinn, telur að myndin sé fölsuð.

Ragna Sigurðardóttir rithöfundur er einnig myndlistarmaður og listgagnrýnandi. Í þessari nýstárlegu skáldsögu um glæp nýtir hún sér innsýn sína í myndlistarheiminn á einstakan hátt. Lifandi persónur listamanna og innanhússfólks í íslenskum og alþjóðlegum listheimi mætast í átökum sem stjórnast af metnaði, græðgi og svikum – og ástríðu fyrir listinni.

Hið fullkomna landslag er spennandi saga um heim sem mörgum er hulinn, hugmyndir um afstæði listarinnar og hversu langt fólk er tilbúið að ganga í nafni hennar.

Önnur umfjöllun:

Viðtöl: