Einastaklingur í kreppu

litlu daudarnir„Stefán Máni er að vinna úr tilfinningum sem virðast tengdar hruninu og varpar ljósi á trámað sem þjóðfélagið varð fyrir,“ segir Sandra Jónsdóttir í umsögn um skáldsöguna Litlu dauðarnir eftir Stefán Mána sem út kom haustið 2014. Og hún bætir við: „En þó svo að hrunið sé í forgrunni er það ekki það sem drífur söguna áfram. Öðru fremur er þetta saga brotins einstaklings í tilvistarkreppu, sem getur ekki tekið skrefið framávið og gert upp fortíð sína.“