Ágengir fjölmiðlar

morgunengill„Morgunengill er sakamálasaga sem tekst á við mál sem eru raunveruleg í íslenskum samtíma, s.s. fjölmiðlafár eða peningahneyksli. Í sögunni leika fjölmiðlar stórt hlutverk en þeir gera sér mat úr því fári sem bankakreppan hefur skapað. Þá eru þeir sérstaklega á höttunum eftir hneykslismálum útrásarvíkinga, hvort sem þau tengjast peningum þeirra eða persónulífi,“ segir Elín Þórsdóttir meðal annars í umsögn sinni um Morgunengil, sakamálasögu sem Árni Þórarinsson sendi frá sér árið 2010. Meðal persóna í verkinu  útrásarvíkingurinn Ölver Margrétarson Steinsson, sem verður fyrir þeirri ógæfu að dóttur hans er rænt.