Manngerð atburðarás?

Halendid-175x269„Í gegnum alla bókina eru skil raunveruleika og ímyndunar óljós og undir lok sögunnar verður atburðarásin eins og manngerð, rétt eins og atburðarás hrunsins. Það spratt ekki upp úr engu heldur var það röð aðgerða og aðgerðarleysis,“ segir Bergrún Andradóttir meðal annars í umsögn sinni um Hálendið eftir Steinar Braga. Og hún bætir við: „Þegar á allt er litið tekst höfundi vel upp, frásögnin leikur sér með ímyndunarafl lesanda, sem gæti þurft hjálp við að átta sig á hvað snúi upp og hvað niður að lestri loknum.“