Matarlist smáborgarans

sandárbokinEinar Kári Jóhannsson fjallar um Sandárbókina eftir Gyrði Elíasson í nýrri færslu hér á vefnum. Verkið fjallar um listamann sem býr í sjálfskipaðri útlegð í hjólahýsahverfi fjarri is borgarinnar.  Í umsögn sinni segir Einar Kári um þennnan listamann: „Á kvöldin situr hann úti með skissubók og teiknar reykjarsúlur sem leggja frá grillum. Sjálfur kann hann ekki að grilla, sem hann kallar „göfuga matarlist smáborgarans“ (20), og finnst eins og nágrannarnir séu frá annarri plánetu. Þetta kallast á við eina af fleygustu setningum góðærisins; lýsingu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á Sjálfstæðismönnum sem vilja helst græða á daginn en grilla á kvöldin. Orðin lýsa vel tíðarandi áranna fyrir hrun þegar græðgi var dyggð.“