Máttlitlir mótmælendur

píslarvottar„Ef sögupersónur eiga að endurspegla mótmælendur á Austurvelli eru þær helst fulltrúar fyrir þær týpur sem aðeins mættu þangað til þess að sýna sig og sjá aðra,“ segir Bergrún Andradóttir í umsögn um Píslarvottar án hæfileika, skáldsögu eftir Kára Tulinius frá árinu 2010. Sagan gerist í september og nóvember 2008 og lýsir hópi ungs fólks sem á sér þann draum að stunda hryðjuverk. Þau geta þó ekki orðið sammála um nafn á hópinn og því verður lítið úr aðgerðunum sjálfum.