Spennandi hryllingur

konur„Kostir verksins eru fyrst og fremst nýstárleg frásagnaraðferð (a.m.k. á íslenskan mælikvarða). Hún gerir höfundi kleift að koma efninu rækilega til skila, hvort sem lesanda líkar betur eða verr. Þrátt fyrir óþægilegar lýsingar er sagan nefnilega svo spennandi að nánast ómögulegt er að leggja hana frá sér, “ segir Elín Þórsdóttir í umfjöllun sinni um skáldsöguna Konur eftir Steinar Braga frá árinu 2008.  En Elín finnur líka vissa galla á verkinu og segir þá helst felast „í ótrúverðugum aðstæðum á köflum en þar er mér efst í huga ofsahræðsla Evu í upphafi“.