Reddari útrásarvíkinga

vormenn„Birgir rís til metorða úr engu, hann verður reddari úrtásarvíkinganna hvort sem þarf að „fegra bókhaldið, græða á yfirtökum og svíkja hluthafa“,“ segir Steinunn Emilsdóttir í lýsingu sinni á einni aðalpersónu skáldsögunnar Vormenn Íslands eftir Mikael Torfason, en hún kom út árið 2009. Og Steinunn bætir við: „Birgir er bæði öfga- og hrokafullur, harðduglegur og agaður. Allt eru þetta karlmennskueinkenni sem þóttu aðlaðandi í fari útrásarvíkinganna. Hann gat hins vegar ekki tekið þátt í niðurlægingu kvenna á hóruhúsum í bissnissferðum erlendis og er að sama skapi ófær um að stunda framhjáhald.“