Falleinkunn

stjornmalstjornsysla„Greinin er skrifuð af óhlutdrægni fræðimannsins sem þó víkur sér hvergi undan því að draga fram það sem hún telur miður hafa farið í starfi starfshópsins og þar með í skipulagi hinnar opinberu stjórnsýslu sem menn í hópnum voru fulltrúar fyrir,“ segir Benedikt Sigurðsson um umsögn sinni um fræðigrein Salvarar Nordal, „Ábyrgð, stofnanir og íslensk stjórnsýsla. Lærdómur af bankahruni“ frá 2014. Og hann bætir við: „Má með sanni segja að niðurstaða sem opinberu eftirlitsstofnanirnar fá hjá höfundi sé falleinkunn. Og falleinkunn hljóti þær, vegna þess að skort hafi á siðferðisgrunn forystumanna stofnananna svo að þeir gætu gert sér fulla grein fyrir hinni miklu ábyrgð sem á þeim hvíldi við verkefnið.“