Annáll upplausnar

hrunid„Ekki er farið í greinandi lýsingar á atburðum enda er verkið sett saman það stuttu eftir hrunið að það hefði ekki verið fagmanlegt eða skynsamlegt,“ segir Snorri Guðjónsson meðal annars í umsögn sinni um Hrunið: Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar sem Guðni Th. Jóhannesson sendi frá sér árið 2009. Og Snorri bætir við: „Áhersla er lögð á að rekja atburðarás, notast er við samfélagsmiðla á borð við Facebook og athugasemdakerfi fréttamiðlana til að fá betri hugmynd um hugarástand almennings þegar það á við.“