Ráðstefna 5.-6. október

Dagana 5. og 6. október næstkomandi stendur Háskóli Íslands fyrir ráðstefnunni Hrunið, þið munið. Ráðstefnunni er ætlað að miðla til almennings rannsóknum fræðmanna og nemenda innan og utan Háskóla Íslands á aðdragana og afleiðingum af hruni íslenska bankakerfisins haustið 2008. Fjallað verður meðal annars um þær breytingar sem hrunið hafði í för með sér í íslensku samfélagi, lærdóma sem hægt er að draga af því, og margþætt áhrif á stofnanir, menningu, og samfélagslega umræðu. Drög að dagskrá ráðstefnunnar eru nú aðgengileg hér á vefnum.