Öfgatrúin á peningana

attabladarosinMár Másson Maack fjallar í nýjum pistli um  Áttablaðarósina, spennusögu sem Óttar M. Norðfjörð sendi frá sér árið 2010. Már segir þar þar meðal annars: „Óttar gerir … grein fyrir því hvernig öfgatrúin á vald peninga, sem kemur oft og tíðum upp í íslenskum hrunbókmenntum, hefur áhrif á fólk í öllum lögum samfélagsins. Hvort sem það er vandræði fátækrar fjölskyldu, vændi og ofbeldisglæpir í undirheimum Reykjavíkur eða hrottalegir viðskiptahættir í efstu lögum samfélagsins, virðist rauði þráðurinn vera tengdur peningum og hugsunarhætti útrásarinnar.“