Gamli góði tíminn

NyjaIsland„Guðmundur virðist þekkja þá sögu sem hann er að segja mjög vel. Það getur hann líklega þakkað bæði menntun sinni og störfum yfir ævina,“ segir Þórður Jóhannsson í umsögn sinni um bók Guðmundar Magnússonar, Nýja Ísland frá árinu 2008. Og Þórður bætir við: „Við lestur verksins fékk maður á tilfinninguna að höfundur væri frekar hlutdrægur. Hann virðist sakna tímans þegar Ísland var land jöfnuðar og bræðralags og vera illa við þá græðgi og ójöfnuð sem einkennir landið í dag.“