Ráðaherradómur

rosabaugur„Allt í allt tel ég bókina vel heppnaða, en þó kannski ekki á þann hátt sem höfundurinn hugsaði sér,“ segir Tómas Ingi Shelton í umsögn um ritið Rosabaugur yfir Íslandi eftir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra en það rekur svokölluð Baugsmál frá árinu 2002 til 2009. Og Tómas bætir við: „Ég er ekki sammála aðfaraorðum ritsins þar sem höfundur segist vera að fara yfir sögu Baugsmálsins á gagnrýnan og hlutlægan hátt. Ritið er því ekki sagnfræðilegt en verður vafalaust mikilvægt gagn við sagnfræðilegar rannsóknir síðar þar sem að það hefur ótvírætt heimildargildi um viðhorf manns í fremstu röð.“