Fyndin framtíðarsýn

straumhvorf„Þór tekst vel ætlunarverk sitt sem er að útskýra á mannamáli straumhvörfin sem urðu í íslensku viðskiptalífi á árunum 1995-2005,“ segir Andri Freyr Björnsson í umsögn sinni um Straumhvörf. Útrás íslensks viðskiptalífs og innrás erlendra fjárfesta til Íslands (2005). Andri átelur Þór engu að síður fyrir að hrósa útrásinni um of en telur það skiljanlegt í ljósi þess að bókin kom út þremur árum fyrir bankahrun, „og Þór gat því ekki vitað að allt myndi hrynja þremur árum seinna. Því er kannski frekar fyndið að lesa hana einmitt vegna þess að maður veit hvað gerist og Þór er mikið að áætla hvað gæti gerst í framtíðinni. Hann taldi t.d. að Ísland yrði eitt af ríkustu löndum í heimi árið 2010. Sú varð ekki raunin.“