Efnahagsundur eður ei

stjornmalstjornsysla„Megintilgangur höfundar er að hrekja þá skoðun að efnahagsundur hafi átt sér stað á Íslandi frá 1995. Hann bendir t.d. á að hagvaxtarþróun á tímum hins meinta efnahagsundurs var að miklu leyti byggð á skuldasöfnun,“ segir Grétar Atli Davíðsson í nýrri færslu um grein Stefáns Ólafssonar „Íslenska efnahagsundrið. Frá hagsæld til frjálshyggju og fjármálahruns” sem birtist árið 2008. Og Grétar bætir við: „Höfundur mælir á móti þeirri hetjulegu mynd sem dregin var upp af „útrásarvíkingunum” sem mátti helst ekki gagnrýna. Höfundur kýs að nota orðið „spákaupmaður” í stað „útrásarvíkings”.“