Kaldhæðnislegar þakkir

Takk-útrásarvíkingar„Bókin er bæði fljótlesin og skemmtileg. Oftar en ekki verður textinn jafnvel til þess að lesandinn þarf að leggja hana frá sér og flissa yfir því sem höfundur skrifar,“ segir Anna Björg Auðunsdóttir í umfjöllun um bókina Takk útrásarvíkingar eftir Láru Björgu Björnsdóttur. Bókin, sem kom út árið 2010, er eins konar endurminningarrit sem lýsir meðal annars áhrifum bankahrunsins á höfundinn. Að sögn Önnu Bjargar notar Lára hugtakið „Takk útrásarvíkingar“ með kaldhæðnislegum hætti „þegar allt er á niðurleið hjá henni. Þakklætinu er beint að útrásarvíkingum á þann hátt að hún kennir þeim um hvernig fór og ekki bara í hennar lífi heldur í samfélaginu almennt.“