Teknir á teppið

islandehfJón Þór Kristjánsson  fjallar í nýrri færslu hér á vefnum um ritið Ísland ehf. Auðmenn og áhrif eftir hrun eftir Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson. Þar segir meðal annars:Þegar svona bók er skrifuð, þar sem skyggnst er bak við tjöldin, og fjallað um viðskipti og athafnir einstakra aðila, liggur beint við að spyrja sig hvort höfundar nái að koma boðskapnum til skila á hlutlægan hátt. Ekki er annað að sjá en að ýmsir, sérstaklega Ágúst og Lýður Guðmundssynir, fái verri útreið hjá höfundum en aðrir. … Lesandi fær á tilfinninguna að höfundum bókarinnar sé ekki hlýtt til þeirra bræðra, enda kemur fram í bókinni að bræðurnir hafi tekið Þórð Snæ á teppið og skammað hann fyrir óvæginn fréttaflutning um Exista.