Greinasafn fyrir flokkinn: Endurminningar

Gordon Brown nefnir ekki Icesave-deiluna

Breski forsætisráðherrann Gordon Brown var Icesave deilan við Breta og Hollendinga holdi klædd. Í fyrra gaf hann út minningar sínar frá þeim tíma og undarlegt nokk virðist deilan sú hafa verið honum víðs fjarri við skrifin. Hér er nýleg umfjöllun um My Life, Our Times úr Financial Times: https://www.ft.com/content/6dcec1a8-c3e8-11e7-a1d2-6786f39ef675

(Kápumyndin er fengin af heimasíðu Penguin Books)

Gremja ungs ráðherra

stormurinn„Höfundur er að mestu sanngjarn í umfjöllun um menn og málefni þó svo að pólitísk afstaða hans sé ætíð sýnileg,“ segir Einar Jóhann Geirsson í umfjöllun sinni um bók Björgvins G. Sigurðssonar, Stormurinn – reynslusaga ráðherra, sem kom út árið 2010. Og Einar bætir við: „Eftirtektarvert er hvað honum gremst eldri og reyndari stjórnmálamenn sem eru honum andsnúnir á velli stjórnmálanna. Um æðstu menn Seðlabankans segir hann: „Þetta voru menn sem höfðu vanist því eftir áratuga heljartök á þjóðfélaginu að á þá væri hlustað“ og á hann augljóslega við Davíð Oddsson.“

Kaldhæðnislegar þakkir

Takk-útrásarvíkingar„Bókin er bæði fljótlesin og skemmtileg. Oftar en ekki verður textinn jafnvel til þess að lesandinn þarf að leggja hana frá sér og flissa yfir því sem höfundur skrifar,“ segir Anna Björg Auðunsdóttir í umfjöllun um bókina Takk útrásarvíkingar eftir Láru Björgu Björnsdóttur. Bókin, sem kom út árið 2010, er eins konar endurminningarrit sem lýsir meðal annars áhrifum bankahrunsins á höfundinn. Að sögn Önnu Bjargar notar Lára hugtakið „Takk útrásarvíkingar“ með kaldhæðnislegum hætti „þegar allt er á niðurleið hjá henni. Þakklætinu er beint að útrásarvíkingum á þann hátt að hún kennir þeim um hvernig fór og ekki bara í hennar lífi heldur í samfélaginu almennt.“

Úr innsta hring

utistodur„Útistöður er því greinargott rit um nýliðna atburði í innsta hring björgunarstarfanna eftir hrun,“ segir Markús Þórhallsson í mati sínu á mati sínu á Útistöðum, endurminningarbók Margrétar Tryggvadóttur fyrrum þingkonu Borgarahreyfingarinnar. Markús vekur athygli á að Margrét „fór úr því að vera hluti öskureiðs almennings yfir í að vera – á stundum – harðlega gagnrýndur þingmaður. Hún er gagnrýnin á sjálfa sig, á stjórnvöld, á félaga sína og andstæðinga í pólítík og ekki síst á það samfélag sem olli hruninu.“ Bók Margrétar kom út árið 2014.