Vinur, sonur, bróðir

Þórður Helgason. Vinur, sonur, bróðir. Reykjavík: Salka, 2010.

Efni: Mikið gengur á í lífi Óla haustið 2008, þegar hann byrjar í 10. bekk. Ekki nóg með að íslenskt þjóðfélag fari á hliðina með tilheyrandi látum, heldur fara foreldrar hans að fjölga mannkyninu á gamals aldri! Svo kemur ný stelpa í bekkinn og allt breytist. Óli þarf að glíma við aðstæður, tilfinningar og spurningar sem hann hefur fram að því sloppið við. Hvers vegna er Æður, stelpan með skrýtna nafnið, svona dásamlega öðruvísi en allir aðrir? Er eðlilegt að það sé til fjölskylda á Íslandi sem ekki horfir á sjónvarp og á ekki bíl? Og hvað þarf maður svo að gera til þess að uppfylla skilyrði Jólakattavinafélagsins? Hver er annars kynþáttahatarinn sem sendir ljót bréf til fjölskyldu Súsönnu? Ber hann líka ábyrgð á dularfullu hvarfi heimiliskattarins? Og tekst krökkunum að leysa málið áður en þau fá lungnabólgu við njósnastörf? Þórður Helgason er dósent í íslensku við Háskóla Íslands. Hann er velþekkt ljóðskáld og hefur einnig sent frá sér nokkrar vinsælar barna- og unglingabækur.

Önnur umfjöllun:

  • Hólmfríður Gísladóttir. „Þjóðlífið fátæklegt án unglinga.“ Morgunblaðið 22. desember 2010, s. 36.
  • Brynja Baldursdóttir. „Vinur, sonur, bróðir eftir Þórð Helgason.“ Börn og menning 1 (2011): 31–32.