Morðið á Bessastöðum

Stella Blómkvist. Morðið á Bessastöðum. Reykjavík: Mál og menning, 2012.

Efni: Á nýársnótt 2009 hittir lögfræðingurinn Stella Blómkvist lettneska nektardansmey sem hefur áhyggjur af vinkonu sinni sem virðist gufuð upp. Þegar Stella blandar sér í málið hverfur sú stúlka líka. Á Litla-Hrauni situr litháískur dópsmyglari sem segist engin tengsl hafa við Ísland en er með nafn Stellu skrifað á miða. Eftir forsetaveislu á Bessastöðum finnst illa farið lík þekkts fjármálamanns við altarið í kirkjunni. Stellu grunar að valdamiklir vinir hans viti meira um málið en þeir vilja kannast við. Og á Austurvelli magnast búsáhaldabyltingin … Stella Blómkvist er söm við sig, eitilhress og harðsoðin, ratar vel um undirheima samfélagsins jafnt sem krókaleiðir valdakerfis og fjármálaheims og tekst óhrædd á við andstæðinga með spakmæli mömmu gömlu á vörunum.

Önnur umfjöllun: