Íslenskir kóngar

Einar Már Guðmundsson. Íslenskir kóngar. Reykjavík: Mál og menning, 2012.

Efni: Knudsenarnir í Tangavík eru skrautleg og flokksholl ætt með dugandi útgerðarmönnum, ættræknum bankastjórum, drykkfelldum sjoppueigendum, ástsælum alþingismönnum, skapmiklum fegurðardrottningum og jafnvel elskulegum þorpshálfvitum. Saga þeirra er samofin sögu alþýðunnar því hana hafa þeir ráðskast með frá ómunatíð. Sá sem segir söguna er gamall nemandi Arnfinns Knudsen, eins glæsilegasta fulltrúa ættarinnar frá upphafi.

Önnur umfjöllun