Rokk á Íslandi

„Bankanum þínum er sama um þig!“ Rokk á Íslandi fyrir, í og eftir Hrun.

Kl. 15.00-17.00. Háskóli Íslands, Aðalbygging, stofa 051.

Í þremur erindum verður fjallað um dægurtónlist og tónlistariðkun sem vettvang andspyrnu, uppgjörs og endurreisnar á Íslandi á árunum fyrir og eftir hrun. Sjónum verður einkum beint að tónlistariðkun sem stendur utan meginstraums dægurmenningar og á rætur í grasrótarstarfi og aktívisma.

  • Davíð Ólafsson (Háskóli Íslands): Kaffi Hljómalind sem and-rými á tímum bóluhagkerfisins
  • Arnar Eggert Thoroddsen (Háskóli Íslands): „Óréttlæti er óréttlátt“: Íslenskir verkalýðssöngvar eftir Hrun
  • Eyrún Ólöf Sigurðardóttir (Háskóli Íslands), Íris Ellenberger. (Háskóli Íslands) og Áslaug Einarsdóttir (Háskóli Íslands): Stelpur rokka! Konur og dægurtónlist í hruni og endurreisn

Málstofustjóri: Davíð Ólafsson (Háskóli Íslands).