Aðalfyrirlesari: Ralph Catalano

Ralph Catalano er félagsvísindamaður og prófessor í lýðheilsu við Berkeley háskóla. Hann flytur annan aðalfyrirlestur ráðstefnunnar og ber hann titilinn: „The Health Effects of Recessions Great and Small.“

Catalano er meðal fremstu vísindamanna í rannsóknum á tengslum efnahagslífs og lýðheilsu, einkum áhrifum félags- og efnahagslegra þátta á álag og álagstengd heilbrigðisvandamál innan samfélagshópa og samfélaga. Meðal viðfangsefna hans má nefna rannsóknir á áhrifum efnahagssveiflna á hjarta- og æðasjúkdóma, geðheilsu, meðgöngu- og fæðingartengd heilbrigðisvandamál, og notkun heilbrigðisþjónustu.