Ísland á umbrotatímum

Björn Erlingsson. Ísland á umbrotatímum. Reykjavík: Kjölur, 2011.

Efni: Höfundurinn lýsir í máli og myndum þeim miklu umbrotum sem orðið hafa í íslensku samfélagi, frá hinni horfnu sveit eyðijarða til himinhárra glerhýsa nútímans. Fjallað er um góðærið og hið mikla bankahrun í samfélagi þar sem fjölskyldur eru bornar út af heimilum sínum meðan skuldir fjárglæframanna eru afskrifaðar. Í bókinni eru fjölmargar ljósmyndir, víða af landinu og úr búsáhaldabyltingunni sem ekki hafa áður verið birtar.

Önnur umfjöllun: