Félagslegur ójöfnuður

Félagslegur ójöfnuður í kjölfar hrunsins

5. október, kl. 15.00-17.00: Aðalbygging Háskóla Íslands, stofa 052.

Ísland hefur löngum verið talið mjög samfélag jafnræðis, en aukning á ójöfnuði hefur sjaldan gerst eins hratt og á árunum fyrir Hrun. Eðlilega hafði Hrunið áhrif á ójöfnuð en í kjölfar þess minnkaði hann, bæði sökum stefnumótunar og þess að margir misstu mikið. Í þessari málstofu munum við skoða afleiðingar Hrunsins fyrir ójöfnuð á tvennan hátt: 1) hvernig Íslendingar hugsa um stéttarstöðu og ójöfnuð og 2) fyrir ójöfnuð í heilsu og menntun.

  • Guðmundur Ævar Oddsson (Háskólinn á Akureyri): Hrunið og stéttaorðræða
  • Sigrún Ólafsdóttir (Háskóla Íslands) og Agnar Freyr Helgason (Háskóla Íslands): Áhrif hrunsins á ójöfnuð í heilsu
  • Arndís Vilhjálmsdóttir (Háskóla Íslands), Jón Gunnar Bernburg (Háskóla Íslands), Ragna Benedikta Garðarsdóttir (Háskóla Íslands) og Inga Dóra Sigfúsdóttir (Háskólinn í Reykjavík): Tekjuójöfnuður í hverfasamfélögum og andleg heilsa: lýðgrunduð rannsókn meðal íslenskra unglinga
  • Berglind Rós Magnúsdóttir (Háskóla Íslands) og  dósent á menntavísindasvið við Háskóla Íslands og Auður Magndís Auðardóttir (Háskóla Íslands): “Það er auðvitað ekki þverskurðurinn af þjóðfélaginu sem býr hér”: Um vaxandi stétt- og menningaraðgreiningu í skólahverfum höfuðborgarsvæðisins á árunum 1997-2016

Málstofustjóri: Sigrún Ólafsdóttir (Háskóla Íslands)