Ódó á gjaldbuxum

Ásdís Thoroddsen. Ódó á gjaldbuxum.  Hafnarfjörður: Gjóla leikhús, 2009.

Efni: Þáttur slæðukonunnar í úlfakreppunni sem skekur heimsbyggðina um þessar mundir er ýmsum kunnur, þótt hann hafi enn ekki verið rannsakaður til fulls. Nú býður hún til stofu og segir frá uppvexti sínum í kofahreysi í útjaðri Reykjavíkur, rennir augum yfir hið dularfulla skeið sem valdamesta manns á byggðu bóli og veitir gestum hlutdeild í glæpum sínum. Ódóið afhjúpar sig, en í vissum tilgangi þó. Þessi einleikur þjóðleg hrollvekja var skrifuð á fyrra misseri 2005. Kveikja einleiksins var andrúmsloftið í þjóðfélaginu á þeim tíma og ekkihvað síst viðtöl í fjölmiðlum við útrásarvíkinga svokallaða. Þau viðtöl, fréttir frá heimsbyggðinni, reykvískur hversdagur og íslenskur þjóðsagnaarfur, þetta eru uppspretturnar að sögu fordæðunnar.

Önnur umfjöllun: