Minn tími

Páll Valsson. Minn tími:  Saga Jóhönnu Sigurðardóttur. Reykjavík: Mál og menning, 2017.

Í þessari ævisögu segir Jóhanna Sigurðardóttir frá ævi sinni og starfsferli, einkum sem þingmanns. Hún settist fyrst á þing árið 1978 fyrir Alþýðuflokkinn og var lengi vel ein af fáum konum á Alþingi . Árið 1987 varð Jóhanna fyrst ráðherra, síðar var hún meðal stofenda Þjóðvaka sem átti svo eftir að renna inn í Samfylkinguna. Jóhanna var farin að huga að starfslokum þegar hún varð formaður Samfylkingarinnar veturinn 2009 og forsætisráðherra í ríkisstjórninni sem tók við völdum eftir bankahrunið.