Bankabasl og lýðræði

Bankabasl, glæpir, peningar og lýðræðisþátttaka

6. október, kl. 10.30-12.00: Aðalbygging Háskóla Íslands, stofa 229.

Í málstofunni verða áhrif bankahrunsins á nokkur lykilsvið íslensks samfélags tekin fyrir. Hvaða áhrif hafði hrunið á ímynd fjármálastofnana? Byggt er á mælingum sem gerðar voru árlega 2006-2017. Niðurstöðurnar gefa áhugaverða innsýn á afstöðu Íslendinga og hvort og hvernig ímynd fjármálastofnana breyttist á tímabilinu. Þróun afbrota eins og hún birtist í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra verður greind bæði fyrir og eftir hrunið. Jókst tíðni glæpa í kjölfar hrunsins? Hvernig samræmast gengistryggð og verðtryggð lán löggjöf evrópskra stofnana sem Ísland er hluti af? Að lokum er fjallað um þjóðaratkvæðagreiðslur og beint lýðræði. Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til að þjóðaratkvæðagreiðslur auki vitund okkar um siðferðislega ábyrgð í stjórnmálum?

  • Helgi Gunnlaugsson (Háskóli Íslands): Hver voru áhrif bankahrunsins 2008 á tíðni afbrota á Íslandi?
  • Elvira Méndez-Pinedo (Háskóli Íslands): Did European law help consumers/mortgage debtors affected by financial crisis in Iceland? Where do we stand today?
  • Þórhallur Örn Guðlaugsson (Háskóli Íslands): Áhrif bankahrunsins á ímynd fjármálastofnanna
  • Salvör Nordal (umboðsmaður barna): Þjóðaratkvæðagreiðslur og lýðræðisþátttaka eftir hrun

Málstofustjóri: Helgi Gunnlaugsson (Háskóli Íslands)