Uppbygging og niðurrif

Uppbygging og niðurrif bankakerfa og bygginga

6. október, kl. 10.30-12.00: Aðalbygging Háskóla Íslands, stofa 051.

Markaðurinn hefur verið drifkrafturinn að baki uppbyggingu borga í Evrópu síðan á miðöldum. Kerfin sem borgir og markaðir byggjast á eru þó ekki náttúrulögmál. Alþjóðlega fjármálahrunið sýndi mikla bresti í uppbyggingu markaðskerfisins. Aðdragandinn og efnahagshrunið sjálft hafði áhrif á kerfin að baki uppbyggingu hins manngerða umhverfis. En hvernig hefur endurskoðun þessara kerfa verið háttað eftir hrun? Málstofan skoðar endurgerð mikilvægra samfélagskerfa út frá sjálfbærni og mismunandi mælistikum á verðmæti.

  • Anna María Bogadóttir (Listaháskóli Íslands): Verðmæti tímans – uppbygging og niðurrif bygginga
  • Ásgeir Brynjar Torfason (Háskóli Íslands): Uppbygging bankakerfis á gömlum rústum – hvaða hönnunarforsendum var breytt?
  • Sigrún Davíðsdóttir (Ríkisútvarpið): Aflandsvæddasta land í heimi

Málstofustjóri: Ásgeir Brynjar Torfason (Háskóli Íslands)