Ferðamannalandið

Ferðamannalandið Ísland? – nýr veruleiki eftir hrun

6. október, kl. 13.00-14.30: Aðalbygging Háskóla Íslands, stofa 052.

Hrunið hafði gagnger áhrif á samfélag og hagkerfi Íslands. Í andrúmslofti sem markaðist að leit eftir fótfestu í umróti fékk ferðaþjónusta áður óþekkta athygli sem ein megin tekjulind erlends gjaldeyris fyrir þjóðarbúið. Á árunum eftir Hrun, sérstaklega eftir Eyjafjallajökulsgosið hefur ferðamennska á Íslandi sprungið út. Að einhverju leyti má segja að Ísland sé orðið ferðamannaland. Í þessari málstofu munu frummælendur fjalla um tengsl Hrunsins við ferðamannalandið Ísland frá ólíkum sjónarhólum. Sjónum verður beint að breytingum á stöðu ferðaþjónustunnar, upplifun fólks af vaxandi ferðamennsku og að nýjum veruleika ferðamála eins og hann birtist í dag og þeim áskorunum og möguleikum sem í honum býr.

  • Gunnþóra Ólafsdóttir (Ferðamálastofa Íslands): Í auga stormsins – gildi ferðalaga.
  • Gunnar Þór Jóhannesson (Háskóli Íslands):  Blessað Hrunið! Um veruleika ferðamála
  • Eyrún Jenný Bjarnadóttir: (Rannsóknamiðstöð ferðamála): Er allt í klandri í ferðamannalandi?
  • Magnfríður Júlíusdóttir (Háskóli Íslands) og Íris Hrund Halldórsdóttir (Háskóli Íslands): Erlent vinnuafl til bjargar?

Málstofustjóri: Gunnar Þór Jóhannesson (Háskóli Íslands).