Kvikmyndir, skáldverk og minjagripir

Kvikmyndir, skáldverk og minjagripir sem tengjast bankahruninu

5. október, kl. 15.00-17.00: Aðalbygging Háskóla Íslands, stofa 050.

Hvernig hefur hrunið sett mark sitt á íslenskt samfélag og menningu á þessum áratug? Er mönnum það ofarlega í huga; er landinn gagnrýnni á sjálfan sig en fyrr? Í erindunum verður gægst inn í þrjá kima, kvikmyndir, skáldsögur og minjagripasölu og reynt að leita svara við slíkum spurningum. Meðal annars verður rætt um ólíkar leiðir sem menn feta við túlkun hrunsins, sjálfmyndir þjóðar, hrylling og húmor, túrista og taugakerfi samfélagsins.

  • Bergljót Soffía Kristjánsdóttir (Háskóli Íslands) og Guðrún Steinþórsdóttir (Háskóli Íslands): Lundaleppar, hrossatað og norðurljósasokkabuxur: Stolt Íslands eftir hrun?
  • Björn Þór Vilhjálmsson (Háskóli Íslands): „Íslensk kvikmyndagerð á höggstokknum“: Áhrif hrunsins á íslenska kvikmyndagerð
  • Gunnar Tómas Kristófersson (Háskóli Íslands): Hrunadans og hamfarir: Íslensk kvikmyndagerð í aðdraganda hrunsins
  • Kjartan Már Ómarsson (Háskóli Íslands): Á býlinu, á götunni og á þingi: Hrunið í þremur íslenskum samtímakvikmyndum
  • Sigrún Margrét Guðmundsdóttir (Háskóli Íslands): Hrun á fjöllum: Um samfélag og taugakerfi i Hálendi Steinars Braga

Málstofustjóri: Bergljót Kristjánsdóttir (Háskóla Íslands).