Meint hrun feðraveldis

Hið meinta hrun karlmennsku og feðraveldis

6. október, kl. 10.30-12.00: Aðalbygging Háskóla Íslands, hátíðasalur.

Með hruni fjármálakerfis árið 2008 hrapaði jafnframt traust til helstu stofnana samfélagsins svo sem stjórnmálanna, dómskerfisins og kirkjunnar sem að mestu höfðu lotið höfðu stjórn karla. Þær raddir urðu háværar að tími kvenna væri runninn upp, gluggi tækifæra opnaðist fyrir kynjakvóta og rými skapaðist fyrir konur í æðstu embætti. Í málstofunni verða flutt fjögur erindi um karlmennskuhugmyndir fyrir og eftir hrun, orðræðu um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og áhrif kvótalaganna fyrir valdatengsl kynjanna í íslensku viðskiptalífi.

  • Gyða Margrét Pétursdóttir (Háskóli Íslands): Karlmennskur fyrir og eftir hrun: óstöðugleiki og reiptog
  • Þorgerður J. Einarsdóttir (Háskóli Íslands): Hrun karlmennskunnar og konur til bjargar: Hver er staðan 10 árum síðar?
  • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir (Háskóli Íslands): Um stjórnun og glerkletta í kjölfar hrunsins
  • Laufey Axelsdóttir (Háskóla Íslands): Kynjakvótar og hrunið

Málstofustjóri: Þorgerður J. Einarsdóttir (Háskóli Íslands).