Getum við nú rætt Icesave?

Getum við nú rætt Icesave?

Laugardagur 6. október, 13:00-16:30. Háskóli Íslands, Aðalbygging, hátíðasalur.

Ekkert einstakt mál gagntók íslenska þjóðmálaumræðu jafnmikið í kjölfar fjármálahrunsins 2008 og deilan um ábyrgð Íslendinga á innlánsreikningum útibúa íslenskra banka í Bretlandi og Hollandi. Í málstofunni verður Icesave-deilan og áhrif hennar skoðuð frá sjónarhorni heimspeki, siðfræði, sagnfræði, lögfræði, hagfræði og stjórnmálafræði. Meðal þeirra spurninga sem glímt verður við eru: Hamlaði Icesave-málið því að þjóðin drægi lærdóma af hruninu og hver voru áhrif þess á þróun stjórnmála og samfélags? Voru siðferðilegar hliðar málsins vanmetnar?

  • Vilhjálmur Árnason (Háskóli Íslands): Icesave og lærdómar af hruninu
  • Guðmundur Hálfdanarson (Háskóli Íslands): Icesave og ábyrgð þjóðar
  • Stefanía Óskarsdóttir (Háskóli Íslands): Áhrif Icesave á stjórnmálaþróun eftirhrunsáranna
  • Guðrún Ögmundsdóttir (Seðlabanki Íslands): Hvernig komum við í veg fyrir annað Icesave?

Kl. 14.30-15.00: Hlé

  • Sævar Ari Finnbogason (Háskóli Íslands): Siðferðileg ábyrgð og lýðræðið: hvað má læra af Icesavemálinu?
  • Margrét Einarsdóttir (Háskólinn í Reykjavík): Icesave – áhætta borgar sig?
  • Markús Þórhallsson (Háskóli Íslands): „Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn, hr. Brown“

Málstofustjóri: Vilhjálmur Árnason (Háskóli Íslands)