Eilíf hamingja

Andri Snær Magnason og Þorleifur Örn Arnarson. Eilíf hamingja. Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarson. Reykjavík: Lifandi leikhús, 2007.

Efni: Eilíf hamingja segir frá fjórum einstaklingum, þremur körlum og einni konu, sem vinna saman í markaðsdeild stórfyrirtækis á Íslandi. Ímynd fyrirtækisins hrundi þegar eigandi þess skildi við eiginkonuna og markaðsdeildin þarf að redda nýrri ímynd. Starfsmennirnir svífast einskis í leit sinni enda er um meira að ræða en ímynd fyrirtækisins, þetta er spurning um að lifa af í hörðum heimi ímyndarinnar. Verkið var á sínum tíma kallað fyrsta alíslenska millistjórnendadramað.

Önnur umfjöllun: