Ráðstefnuvefur tengdur bankahruninu

Þessi vefur var unninn í tengslum við ráðstefnuna „Hrunið, þið munið“ sem fram fór í Háskóla Íslands 5.-6. október 2018. Ráðstefnan hófst á setningu Háskólarektors, Jóns Atla Benediktssonar og ávarpi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar. Því næst flutti  Ralph Catalano, prófessor í lýðheilsu við Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum,  erindið „The Health Effects of Recessions Great and Small“, Þessi hluti ráðstefnunnar var tekinn upp á myndband sem hægt er að skoða hér.

Í kjölfar setningar ráðstefnunnar var boðið upp á um 20 málstofur þar sem um 100 fyrirlesarar fluttu erindi, en hægt er að kynna sér dagskrá ráðstefnunnar hér.

Ráðstefnuvefurinn er jafnframt gagnabanki sem gefur vísbendingu um margvíslegt efni sem tengist aðdraganda bankahrunsins 2008, og margvíslegum afleiðingum þess. Hér má meðal annars finna tilvísanir í lög og dóma, skýrslur, fræðiskrif, umfjöllun um „hrunbækur„, skáldskap, myndir og tónlist.

Ráðstefnan og ráðstefnuvefurinn voru styrkt af rektorsskrifstofu, Mobilities & Transnational Iceland og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands.