Endurreisn trausts?

Endurreisn trausts? Fyrirtæki, stofnanir og traust almennings í kjölfar efnahagsáfalls

5. október, kl. 15.00-17.00: Aðalbygging Háskóla Íslands, hátíðasalur

Málstofan tengist útgáfu bókar um endurreisn trausts í kjölfar efnahagsáfalls sem Emerald Publishing gaf út í ágúst 2018, með enska heitinu The Return of Trust? Institutions and the Public after a Crisis. Efni bókarinnar, sem byggist á sjálfstæðum köflum eftir um á annan tug höfunda, tekur á því hvernig stofnanir og fyrirtæki báru sig að við endurreisn trausts í kjölfar efnahagsáfallsins á Íslandi árið 2008. Helstu niðurstöður eru þær að það tekur tíma að endurvinna traust, en mörg jákvæð skref hafa verið tekin í þá átt. Nokkrir höfundar kafla í bókinni halda fyrirlestra á málstofunni. Meðal skilaboða eru þau að nauðsynlegt er að hafa virkt eftirlit með ákvörðunum og athöfnum á vettvangi stjórnmála og viðskipta.

  • Gylfi Zoega (Háskóli Íslands): Að endurvekja traust í kjölfar efnahagsáfalls á Íslandi.
  • Stefan Wendt (Haskólinn í Reykjavík) og Andreas Oehler (Bamberg University): Trust and Financial Services: The Impact of Increasing Digitalization and the Financial Crisis (fyrirlestur fluttur á ensku).
  • Auður Arna Arnardóttir (Háskólinn í Reykjavík) og Þröstur Ólafur Sigurjónsson (Háskólinn í Reykjavík og Copenhagen Business School): Endurreisn trausts með bættum stjórnarháttum og kynjakvóta.
  • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir (Háskóli Íslands) og Guðrún Johnsen (Háskóli Íslands): Traust almennings á stofnunum fyrir og eftir efnahagsáfallið á Íslandi: Stofnanagerð tortryggni

Málstofustjórar: Gylfi Zoega og Þröstur Ólafur Sigurjónsson