Dauðans óvissa tími

Þráinn Bertelsson. Dauðans óvissi tími. Reykjavík: Forlagið, 2005.

Efni: Víkingur Gunnarsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild Lögreglunnar í  Reykjavík, þarf að upplýsa hrottaleg morð, bankarán og fleiri glæpi. Blóði drifin slóð þessara atburða liggur aftur til fortíðar þegar íslenskur athafnamaður stofnaði skipafélag sem fór á hausinn. Hér fjallar höfundur um alkunna atburði sem öll þjóðin hefur velt fyrir sér og talað um.

„Kveikja þess ófriðarbáls sem brennur á síðum þessarar bókar eru raunverulegir atburðir. En sögupersónur sem logarnir umlykja eru hugarfóstur höfundar og eiga sér engar fyrirmyndir, lifandi eða dauðar. Sá rekaviður sem ég tíni saman á strönd skáldskaparins getur aldrei staðist samanburð við hinar laufprúðu eikur í myrkviðum lífsins,“ segir Þráinn Bertelsson í aðfaraorðum bókarinnar

Ritdómar:

Viðtöl: