Heilsa í kjölfar hrunsins

Heilsa og líðan barna og starfsfólks fjármálafyrirtækja og sveitarfélaga í kjölfar hrunsins

5. október, kl. 15.00-17.00: Aðalbygging Háskóla Íslands, stofa 220.

Fjallað er um íslenskar rannsóknir sem hafa skoðað heilsu og líðan barna og starfsfólks fjármálafyrirtækja og sveitarfélaga hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Rannsóknirnar sýna að fjármálahrunið hafði umtalsverð áhrif á vanlíðan og samskiptavandamál meðal starfsfólks áður nefndra hópa. Aftur á móti eru áhrif þess á heilsu og líðan barna lítil enn sem komið er. Málstofan varpar ljósi á tengsl fjármálahrunsins við breytingar á líðan og heilsu þessara hópa.

  • Ásta Snorradóttir (Háskóli Íslands): Líðan og heilsa starfsfólks í íslenskum bönkum í kjölfar bankahrunsins.
  • Hjördís Sigursteinsdóttir (Háskólinn á Akureyri): „Samskiptin á vinnustaðnum hafa breyst frá hruninu“ – Rannsókn meðal starfsfólks sveitarfélaga.
  • Geir Gunnlaugsson (Háskóli Íslands): Heilsa og líðan barna fyrir og eftir Hrunið.
  • Ásdís Aðalbjörg Arnalds (Háskóli Íslands): Fæðingarorlof og foreldrahlutverk á tímum efnahagskreppu.

Málstofustjóri: Ásta Snorradóttir (Háskóli Íslands).