Greinasafn fyrir flokkinn: Mótmælendur

Sjálfsprottin og skipulögð

Búsáhaldabyltingin„Höfundur svarar vel spurningunni sem hann varpar fram í byrjun, hvort búsáhaldabyltingin sé sjálfsprottin eða skipulögð, miðað við þær heimildir sem fram koma í verkinu,“ segir Jóhanna Ósk Jónasdóttir í umsögn um ritið Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð? eftir Stefán Gunnar Sveinsson. Hún bætir svo við:Verkið er mjög áhugavert og er spennandi aflestrar. Augljóst er að Stefán Gunnar þekkir söguna vel og aflaði sér mikilla heimilda. Hann er almennt hlutlægur í frásögn sinni þar sem hann tekur ekki beina afstöðu í verkinu, hvorki með ráðamönnum, mótmælendum né lögreglu. Greinilegt er þó við lestur bókarinnar að Stefán hefur samúð með lögreglunni þar sem hann dregur nokkrum sinnum fram tilfinningar þeirra og fjölskyldna þeirra.“

Ágengir fjölmiðlar

morgunengill„Morgunengill er sakamálasaga sem tekst á við mál sem eru raunveruleg í íslenskum samtíma, s.s. fjölmiðlafár eða peningahneyksli. Í sögunni leika fjölmiðlar stórt hlutverk en þeir gera sér mat úr því fári sem bankakreppan hefur skapað. Þá eru þeir sérstaklega á höttunum eftir hneykslismálum útrásarvíkinga, hvort sem þau tengjast peningum þeirra eða persónulífi,“ segir Elín Þórsdóttir meðal annars í umsögn sinni um Morgunengil, sakamálasögu sem Árni Þórarinsson sendi frá sér árið 2010. Meðal persóna í verkinu  útrásarvíkingurinn Ölver Margrétarson Steinsson, sem verður fyrir þeirri ógæfu að dóttur hans er rænt.

Einastaklingur í kreppu

litlu daudarnir„Stefán Máni er að vinna úr tilfinningum sem virðast tengdar hruninu og varpar ljósi á trámað sem þjóðfélagið varð fyrir,“ segir Sandra Jónsdóttir í umsögn um skáldsöguna Litlu dauðarnir eftir Stefán Mána sem út kom haustið 2014. Og hún bætir við: „En þó svo að hrunið sé í forgrunni er það ekki það sem drífur söguna áfram. Öðru fremur er þetta saga brotins einstaklings í tilvistarkreppu, sem getur ekki tekið skrefið framávið og gert upp fortíð sína.“

Máttlitlir mótmælendur

píslarvottar„Ef sögupersónur eiga að endurspegla mótmælendur á Austurvelli eru þær helst fulltrúar fyrir þær týpur sem aðeins mættu þangað til þess að sýna sig og sjá aðra,“ segir Bergrún Andradóttir í umsögn um Píslarvottar án hæfileika, skáldsögu eftir Kára Tulinius frá árinu 2010. Sagan gerist í september og nóvember 2008 og lýsir hópi ungs fólks sem á sér þann draum að stunda hryðjuverk. Þau geta þó ekki orðið sammála um nafn á hópinn og því verður lítið úr aðgerðunum sjálfum.

Úr innsta hring

utistodur„Útistöður er því greinargott rit um nýliðna atburði í innsta hring björgunarstarfanna eftir hrun,“ segir Markús Þórhallsson í mati sínu á mati sínu á Útistöðum, endurminningarbók Margrétar Tryggvadóttur fyrrum þingkonu Borgarahreyfingarinnar. Markús vekur athygli á að Margrét „fór úr því að vera hluti öskureiðs almennings yfir í að vera – á stundum – harðlega gagnrýndur þingmaður. Hún er gagnrýnin á sjálfa sig, á stjórnvöld, á félaga sína og andstæðinga í pólítík og ekki síst á það samfélag sem olli hruninu.“ Bók Margrétar kom út árið 2014.